Ofurernirnir ætla sér að komast á flug gegn Íslandi

Nígeríumenn á æfingu í Essentuki í suðurhluta Rússlands í gær.
Nígeríumenn á æfingu í Essentuki í suðurhluta Rússlands í gær. AFP

Að vissu leyti má segja að veikleikar Nígeríu endurspegli styrkleika Íslands en liðin mætast í Volgograd á morgun í 2. umferð riðlakeppni heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu, kl. 15 að íslenskum tíma.

Það sem helst hefur þótt skorta í nígeríska liðið eru ekki einstaklingshæfileikar, því nóg er af frábærum leikmönnum í liðinu. Samvinna, agi og skipulag, einkunnarorð íslenska liðsins, eru einkenni sem Nígeríumenn leita eftir og vonast var til að þýski þjálfarinn Gernot Rohr næði að smita frá sér þegar hann var ráðinn í ágúst 2016. Það hefur gengið upp og ofan en liðið hélt þó skipulagi og varðist það vel í 2:0-tapinu gegn Króatíu í fyrsta leik að Króatar áttu ekki skot á mark nema upp úr föstum leikatriðum, fyrr en í uppbótartíma.

Það hvernig Ofurernirnir, eins og lið Nígeríu er kallað, hafa varist í föstum leikatriðum undanfarið er hins vegar stórt vandamál, sem hæglega gæti nýst Íslandi með sín þaulæfðu löngu innköst, hornspyrnur og aukaspyrnur. Króatar komust yfir með marki eftir hornspyrnu og Luka Modric skoraði svo úr vítaspyrnu eftir að miðvörðurinn William Troost-Ekong varðist afskaplega klaufalega í hornspyrnu og hékk hreinlega í Mario Mandzukic.

Sjá ítarlega umfjöllun um lið Nígeríu í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert