Veðrið í stóru hlutverki eins og í fyrsta leiknum

Nígeríumenn á æfingu á Volgograd Arena í gær.
Nígeríumenn á æfingu á Volgograd Arena í gær. AFP

Veðrið var í stóru hlutverki í fyrsta og eina knattspyrnulandsleik Íslands og Nígeríu til þessa en hann var háður á Laugardalsvellinum 22. ágúst árið 1981. Það voru ekki sól, hiti og flugur sem trufluðu leikmenn liðanna eins og í suðurhluta Rússlands þessa dagana, heldur íslenskt rok og rigning.

Líklega hafði það sitt að segja um að Ísland vann leikinn 3:0, sem var fyrsti heimasigur landsliðsins í fjögur ár. Í grein Morgunblaðsins um leikinn segir m.a.: „Geta Nígeríumanna verður heldur ekki dæmd af þessum leik, til þess voru aðstæður þeim allt of erfiðar og að þeirra sögn hafa þeir aldrei leikið knattspyrnu í veðri sem þessu.“

Árni Sveinsson, Lárus Guðmundsson og Marteinn Geirsson skoruðu mörkin sem tryggðu íslenskan sigur frammi fyrir aðeins 1.113 áhorfendum í Laugardalnum. Ísland var ekki með sitt sterkasta lið í leiknum og m.a. lék Ásgeir Sigurvinsson þennan sama dag sinn fyrsta leik með stórveldinu Bayern München.

Greinin í heild sinni er í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag þar sem ítarlega er fjallað um HM í Rússlandi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert