Versta landslið Argentínu í sögunni

Byrjunarlið Argentínu í leiknum gegn Króatíu í gær.
Byrjunarlið Argentínu í leiknum gegn Króatíu í gær. AFP

Osvaldo Ardiles, fyrrverandi leikmaður argentínska landsliðsins í knattspyrnu og Tottenham, segir argentínska liðið á HM í Rússlandi það versta í sögunni.

Argentínumenn eiga það á hættu að komast ekki áfram í 16-liða úrslitin en þeir gerðu 1:1 jafntefli við Íslendinga og steinlágu svo 3:0 gegn Króötum í gærkvöld.

„Frá því að vera heimsmeistarar og verða svo lélegasta landslið í sögu Argentínu. Hvar á að byrja?,“ skrifar Ardiles á twitter-síðu sína en hann varð heimsmeistari með Argentínu árið 1978.

Ardiles vandar ekki landsliðsþjálfaranum Jorge Sampaoli kveðjurnar og segir hann vera hræðilegan og hrokafullan.

„Plan A hjá Sampaoli er að koma boltanum á Messi og bíða eftir kraftaverki. Ef plan A klikkar þá er ekkert plan B, C eða D.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert