Versta tapið í 60 ár

3:0 tap Argentínumanna gegn Króötum á HM í knattspyrnu í gær er versti ósigur þeirra í riðlakeppni HM í 60 ár.

Argentína tapaði 6:1 fyrir fyrir Tékkóslóvakíu í riðlakeppninni á HM í Svíþjóð árið 1958 og Lionel Messi á enn eftir að skora á HM í Rússlandi á meðan hinn prinsinn í fótboltaheiminum, Cristiano Ronaldo, er búinn að skora fjögur mörk og öll mörk Portúgala í keppninni til þessa.

Aðra sögu er að segja af Króötum. Í fyrsta sinn síðan á HM 1998 eru þeir komnir áfram í 16-liða úrslitin en þeir mæta Íslendingum í síðustu umferð riðlakeppninnar í Rostov næsta þriðjudag.

Lionel Messi og félagar steinlágu fyrir Króötum í gær.
Lionel Messi og félagar steinlágu fyrir Króötum í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert