Þetta gerir fótboltann skemmtilegan

Joachim Löw fagnar með leikmönnum sínum.
Joachim Löw fagnar með leikmönnum sínum. AFP

Joachim Löw, þjálfari þýska landsliðsins, var hæstánægður er hann spjallaði við fréttamenn eftir 2:1-sigurinn magnaða á Svíþjóð á HM í Rússlandi í dag en leikið var í Sotsjí. Þrátt fyrir að Þjóðverjar voru manni færri, skoraði Toni Kroos sigurmarkið í uppbótartíma. 

„Þetta var háspenna sem var full af tilfinningum, alveg þangað til eftir leik. Brandt skaut í stöngina rétt fyrir leikslok líka. Við tókum varnarsinnaðan mann út af og settum meiri ógn í sóknina því við þurftum að taka sénsa."

„Við fengum mjög góð færi, t.d Mario Gomez komst í gott skallafæri. Þetta var mikil dramatík í lokin, en svona getur þetta verið í fótboltanum. Þetta er það sem gerir fótbolta skemmtilegan," sagði Löw. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert