Kroos tryggði dramatískan þýskan sigur

Viktor Claesson og Jonas Hector eigast við.
Viktor Claesson og Jonas Hector eigast við. AFP

Þýskaland vann sinn fyrsta sigur á HM í Rússlandi í kvöld er Toni Kroos skoraði sigurmark á móti Svíþjóð á fimmtu mínútu uppbótartímans í F-riðli í Sotsjí. 

Svíar komust yfir á 32. mínútu er Ola Toivonen lyfti boltanum snyrtilega yfir Manuel Neuer í marki Þjóðverja og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Það tók Marco Reus hins vegar aðeins þrjár mínútur að jafna í síðari hálfleik.

Á 82. mínútu fékk Jérome Boateng sitt annað gula spjald og þar með rautt og léku Þjóðverjar lokakaflann manni færri. Það kom ekki að sök því Kroos skoraði stórglæsilegt mark eftir vel heppnaða aukaspyrnu á síðustu stundu og tryggði Þjóðverjum stigin þrjú. 

Mexíkó er á toppi riðilsins með sex stig, en Svíþjóð og Þýskaland eru með þrjú á meðan Suður-Kórea er á botninum, án stiga. 

Þýskaland 2:1 Svíþjóð opna loka
90. mín. Marcus Berg (Svíþjóð) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert