Bíða hans eflaust fyrirsætustörf

Rúrik Gíslason var í byrjunarliði Íslands gegn Nígeríu og lék …
Rúrik Gíslason var í byrjunarliði Íslands gegn Nígeríu og lék allan leikinn. mbl.is/Eggert

„Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd. Þetta er bara gaman,“ sagði Kári Árnason um liðsfélaga sinn Rúrik Gíslason sem nú er kominn með yfir eina milljón fylgjenda á samfélagsmiðlinum Instagram.

Þýskur blaðamaður spurði Kára út í þessa staðreynd á blaðamannafundi í dag og Kári gat ekki annað en brosað, en tók fram að hann teldi málið ekki trufla Rúrik:

„Ég held að hann sé ekkert að hugsa um þetta. Eftir fótboltann bíða hans örugglega einhver fyrirsætustörf,“ sagði Kári léttur. Kári merkti einmitt hópmynd af leikmönnum í Leifsstöð fyrir mót með #sexyRurik og var spurður hvort hann hefði séð fyrir þá ótrúlegu fylgjendaaukningu sem raunin hefur orðið:

„Það er ekkert að sjá fyrir, að sjá að Rúrik sé sexý. Það sjá það allir. Þetta var nú bara góðlátlegt grín, og átti ekki að ná neitt lengra, og ég held að þetta hafi nú ekki verið kveikjan að neinu. Ég held að fólk hafi bara séð þetta með eigin augum,“ sagði Kári.

Rúrik Gíslason og Gylfi Þór Sigurðsson ræða við Matthew Cranger …
Rúrik Gíslason og Gylfi Þór Sigurðsson ræða við Matthew Cranger dómara í leiknum við Nígeríu. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert