Ekkert meira en þegar ég var 25 ára

Kári Árnason á fréttamannafundinum í morgun.
Kári Árnason á fréttamannafundinum í morgun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki er búist við því að hitinn verði jafnmikill í Rostov á þriðjudaginn og hann var í Volgograd þegar Íslendingar töpuðu fyrir Nígeríumönnum í öðrum leik sínum á HM á föstudaginn.

Kári Árnason og Emil Hallfreðsson voru spurður á fréttamannafundinum í Kabardinka í morgun út í hitann og hvernig væri að spila í honum.

„Við erum með frábært sjúkrateymi sem vinnur myrkranna á milli til að menn séu „fit“. Þetta er algjört aukaatriði, bæði liðin spila í þessum hita og þetta jafnast út,“ sagði Kári.

„Ég er ferskur þar sem ég spilaði ekki á föstudaginn og ég er vanur því að spila í miklum hita. Það er alltaf erfitt að spila í miklum hita,“ sagði Emil.

Leikur Íslendinga og Króata fer fram klukkan 21 að staðartíma, 18 á íslenskum. Samkvæmt veðurspánni verður hitinn þegar leikurinn hefst 24 stig.

Kári er aldursforsetinn í íslenska landsliðshópnum en hann verður 37 ára gamall á þessu ári. Spurður hvernig hann er í skrokknum eftir tvo fyrstu leikina á HM sagði Kári;

„Ég er mjög fínn í skrokknum. Auðvitað er maður stífur eftir erfiðan leik, en ekkert meira en þegar ég var 25 ára.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert