Ekki ánægður eftir fimm marka sigur

Gareth Southgate fagnar sigrinum með leikmönnum sínum í dag.
Gareth Southgate fagnar sigrinum með leikmönnum sínum í dag. AFP

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, var nokkuð gagnrýninn á lið sitt þrátt fyrir 6:1-stórsigur á Panama á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í dag.

Leikurinn var liður í ann­arri um­ferð G-riðil­sins og sigurinn tryggði Englendingum sæti í 16-liða úrslitunum en þeir mæta Belgíu í lokaumferð riðlakeppninnar í úrslitaleik um toppsætið. Southgate vill meina að hans sveinar verði að gera enn betur, ætli þeir sér langt í keppninni.

„Mér líkaði ekkert sérlega vel við frammistöðuna. Við vorum ekki góðir í byrjun og ég var ósáttur með markið sem við fengum á okkur í lokin,“ sagði Southgate við blaðamenn eftir leik.

„Ég er að vera mjög gagnrýninni, vissulega. Við spiluðum vel á köflum og þetta var gott fyrir sjálfstraustið. Við þurfum nú að horfa til leiksins gegn Belgíu og reyna að vinna hann.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert