England komið áfram eftir rótburst

Englendingar fagna í dag.
Englendingar fagna í dag. AFP

England rótburstaði Panama, 6:1, í annarri umferð G-riðilsins á heimsmeistaramótinu í Rússlandi í dag. Með sigrinum tryggðu Englendingar sér sæti í 16-liða úrslitunum.

Harry Kane er orðinn markahæsti maður mótsins eftir að hann skoraði þrennu í dag en tvö markanna komu af vítapunktinum. Varnarmaðurinn John Stones skoraði svo sín fyrstu landsliðsmörk er hann gerði tvö.

Jesse Lingard átti svo mark dagsins er hann sneri boltann glæsilega upp í vinkilinn fjær með föstu og hnitmiðuðu skoti rétt utan teigs. Panamamenn höfðu ekki miklu að fagna í dag en á 78. mínútu skoruðu þeir þó sitt fyrsta mark á HM.

Felipe Baloy gerði það eftir aukaspyrnu við gífurlegan fögnuð áhorfenda á Nizhnij Novgorod vellinum. Enskir unnu engu að síður fínan stórsigur og eru nú á toppi riðilsins ásamt Belgum. Bæði lið hafa sex stig og sömu markatöluna og en England situr í toppsætinu vegna færri gulra spjalda. Þau mætast í lokaumferðinni í úrslitaleik um toppsætið.

England 6:1 Panama opna loka
90. mín. Englendingar eru sáttir með að halda boltanum og spara krafta sína.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert