Kaffispjall fyrir flugferðina

Heimir Hallgrímsson og Helgi Kolviðsson brosmildir í miðbæ Kabardinka.
Heimir Hallgrímsson og Helgi Kolviðsson brosmildir í miðbæ Kabardinka. mbl.is/Eggert

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu flýgur í dag frá Gelendzhik til Rostov-na-Donu og verður komið þangað um þrjúleytið að íslenskum tíma.

Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari og Helgi Kolviðsson aðstoðarþjálfari landsliðsins gáfu sér tíma eftir æfingu um hádegið að staðartíma til að setjast niður á kaffihúsi í miðbæ Kabardinka, þar sem liðið dvelur, og fara aðeins yfir stöðuna áður en haldið verður á keppnisstaðinn. Þar hitti ljósmyndari mbl.is þá og þjálfararnir voru léttir í lundu, enda bjart og fallegt veður við Svartahafið, 27 stiga hiti og sól þessa stundina.

Leikur Íslands og Króatíu í lokaumferð D-riðils heimsmeistaramótsins fer fram í Rostov-na-Donu á þriðjudagskvöldið klukkan 18 að íslenskum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert