Kólumbía með sýningu gegn Póllandi

Falcao fagnar hér fyrsta HM marki sínu á ferlinum.
Falcao fagnar hér fyrsta HM marki sínu á ferlinum. AFP

Kólumbía vann sannfærandi 3:0-sigur á Póllandi í Jekaterínborg í annarri umferð H-riðilsins á heimsmeistaramótinu í Rússlandi. Pólverjar eru því úr leik fyrir lokaumferðina.

Yerry Mina skoraði fyrsta mark leiksins með skalla af stuttu færi eftir fyrirgjöf James Rodríguez á 40. mínútu og Radamel Falcao tvöfaldaði svo forystuna á 70. mínútu með utanfótarskoti í fjærhornið eftir stungusendingu Juan Quintero.

Kólumbíumenn voru mikið betri í leiknum og uppskáru þriðja markið á 75 mínútu. Aftur átti Rodríguez stoðsendinguna er hann spilaði Juan Cuadrado í gegn sem afgreiddi boltann af öryggi í netið.

Pólverjar eru þar með úr leik eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum en þeir voru arfaslakir í kvöld. Kólumbía er hins vegar með þrjú stig í þriðja sæti og mætir Senegal í lokaumferðinni í úrslitaleik liðanna um hvort þeirra fer áfram. Senegal og Japan eru í toppsætum riðilsins með fjögur stig hvort um sig.

Kólumbíumaðurinn Juan Cuadrado undir pressu frá Jacek Goralski í leiknum …
Kólumbíumaðurinn Juan Cuadrado undir pressu frá Jacek Goralski í leiknum í kvöld. AFP
Pólland 0:3 Kólumbía opna loka
90. mín. Fimm mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert