Messi og Mascherano velja byrjunarliðið

Argentínumenn á æfingu í Rússlandi.
Argentínumenn á æfingu í Rússlandi. AFP

Óróinn heldur áfram í herbúðum argentínska landsliðsins í knattspyrnu á HM í Rússlandi en tvöfaldir heimsmeistarar Argentínu eiga það á hættu að komast ekki áfram í 16-liða úrslitin.

Argentínumenn eru aðeins með eitt stig eftir tvo leiki. Þeir gerðu 1:1 jafntefli á móti Íslendingum í fyrsta leiknum en steinlágu svo fyrir Króötum 3:0.

Nýjustu fregnir úr herbúðum Argentínu eru þau að þjálfarinn Jorge Sampaoli virðist orðinn valdalaus og það komi í hlut leikmanna á borð við Lionel Messi og Javier Mascherano að velja byrjunarlið Argentínu fyrir leikinn á móti Nígeríu í St.Petersburg á þriðjudag.

„Leikmenn koma til með að velja liðið. Það er staðreyndin. Ef Sampaoli vill sitja á bekknum þá má hann það. Ef ekki þá verður það ekkert vandamál,“ segir Ricardo Giusti fyrrverandi landsliðsmaður Argentínu sem varð heimsmeistari með liðinu árið 1986. Hann segist hafa rætt við Jorge Burruchaga, framkvæmdastjóra argentínska knattspyrnusambandsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert