Ekki að fara að umturna einhverju

Landsliðið á æfingu á Rostov Arena í dag.
Landsliðið á æfingu á Rostov Arena í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Nei, við erum ekki að fara að umturna einhverju. Við vitum alveg hvaða hæfileika króatíska liðið hefur og erum búnir að aðlaga okkur að þeirra leikstíl,“ sagði landsliðþjálfarinn Heimir Hallgrímsson á fréttamannafundi á Rostov Arena þegar hann var spurður hvort hann hyggist breyta liði sínu mikið á morgun þegar það mætir Króötum í lokaumferð riðlakeppninnar á HM.

„Við höfum breytt áherslum okkar gegn þeim, höfum spilað fjóra leiki á fjórum árum gegn þeim, og teljum okkur vita hvar hættur þeirra liggja. Þeirra leikir vinnast eða tapast yfirleitt á miðjunni.

Við komum hingað með ákveðið leikplan, og það hefur lítið breyst. Zlatko Dalic hefur látið sitt lið aðlaga sinn leik svolítið að andstæðingunum, og það er gaman að fylgjast með því hvernig hann vinnur,“ sagði Heimir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert