Portúgal rétt slapp áfram

Portúgal og Spánn eru komin áfram í 16-liða úrslit á heimsmeistaramótinu í Rússlandi, þrátt fyrir jafntefli í síðustu leikjum þjóðanna í riðlakeppninni í dag. 

Leikur Portúgals og Íran var hreinn úrslitaleikur um hvort liðið færi áfram og það voru Evrópumeistararnir sem komust yfir í blálok fyrri hálfleiks með glæsilegu marki Ricardo Quaresma.

Portúgal fékk fábært færi til að bæta öðru marki við á 53. mínútu en Alireza Beiranvand í marki Íran varði vítaspyrnu Cristiano Ronaldo með tilþrifum og hélt Íran í leiknum. Íran fékk svo víti á þriðju mínútu uppbótartímans og skoraði Karim Ansaifard af öryggi úr spyrnunni. 

Íran fékk svo dauðafæri til að skora annað markið og komast áfram á kostnað Portúgala en Mehdi Taremi skaut fram hjá úr upplögðu færi og Portúgal hélt út. 

Spánverjar voru komnir langleiðina áfram í 16-liða úrslitin og dugði 2:2:jafntefli við Marokkó til að tryggja efsta sæti riðilsins. Khalid Boutaib kom Marokkó yfir á 14. mínútu en Isco hafnaði á þeirri nítjándu og var staðan í hálfleik 1:1. 

Youssef En-Nesyri kom Marokkó aftur yfir á 81. mínútu en Iago Aspas jafnaði í uppbótartíma og þar við sat. Spánverjar mæta heimamönnum í Rússlandi í 16-liða úrslitum í Moskvu á sunnudaginn kemur á meðan Portúgal mætir Úrúgvæ í Sotsjí á laugardaginn. 

Ricardo Quaresma og Cristiano Ronaldo fagna fyrsta marki leiksins.
Ricardo Quaresma og Cristiano Ronaldo fagna fyrsta marki leiksins. AFP
Spánverjar eru komnir áfram í 16-liða úrslit.
Spánverjar eru komnir áfram í 16-liða úrslit. AFP
Íran 1:1 Portúgal opna loka
90. mín. Íran fær víti Boltinn fór í höndina á Adrien Silva innan teigs og eftir að hafa skoðað myndbandsupptökur dæmir Paragvæinn víti!
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert