Sendiherrann hrósar Rússum

Berglind Ásgeirsdóttir á EM fyrir tveimur árum.
Berglind Ásgeirsdóttir á EM fyrir tveimur árum. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Berg­lind Ásgeirs­dótt­ir, sendi­herra Íslands í Rússlandi, hrósar Rússum fyrir skipulagið í kringum heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem nú er haldið í fyrsta skipti í Rússlandi.

„Ég vil nota þetta tækifæri til að hrósa Rússum fyrir frábæra skipulagningu í kringum HM. Í viðtölum við Íslendinga í íslenskum fjölmiðlum eru þeir yfir sig ánægðir með þá gestrisni og vináttu sem þeim hefur verið sýnt,“ segir Berglind í viðtali við rússnesku Tass fréttastofuna.

Þess má geta að þegar Íslendingar léku í úrslitakeppni Evrópumótsins í Frakklandi fyrir tveimur árum var Berglind sendiherra Íslands í Frakklandi.

Reiknað er með að um tvö þúsund Íslendingar verði á Rostov Arena leikvanginum á morgun þegar Íslendingar og Króatar eigast við í lokaumferð D-riðilsins á HM en þar ræðst það hvort Ísland kemst áfram í 16-liða úrslitin eða ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert