Uppselt á leikinn - Tvö þúsund Íslendingar

Rúrik Gíslason og Alfreð Finnbogason á æfingu á Rostov Arena …
Rúrik Gíslason og Alfreð Finnbogason á æfingu á Rostov Arena í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Uppselt er á leik Íslands og Króatíu sem mætast á Rostov Arena leikvanginum á morgun í lokaumferð D-riðilsins á HM í knattspyrnu.

Áhorfendur verða 43,500 talsins og þar af verða um tvö þúsund Íslendingar.

125 blaðamenn koma til með að starfa á leiknum, 50 ljósmyndarar og 35 sjónvarpsslýsendur.

Króatar hafa þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitunum en slagurinn um að fylgja þeim þangað stendur á milli Nígeríu, Íslands og Argentínu. Króatía er með 6 stig, Nígería 3 og Ísland og Argentína 1.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert