Gott silfur gulli betra í Króatíu

Króatísku landsliðmennirnir á flugvellinum í Zagreb í dag.
Króatísku landsliðmennirnir á flugvellinum í Zagreb í dag. AFP

Leikmenn Króatíu sneru aftur til heimalandsins við frábærar móttökur í dag eftir að hafa tapaði úrslitaleik heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Rússlandi í gær, 4:2, gegn Frakklandi.

Króatar voru að taka þátt í sínum fyrsta úrslitaleik á HM í sögunni og voru jafnframt fámennsta þjóðin til að gera það í 88 ár, eða síðan Úrúgvæ varð heimsmeistari 1930. Króatar, undir forystu Luka Modric sem var valinn besti leikmaður mótsins, unnu fyrstu sex leiki sína og léku frábært mót áður en draumurinn varð úti í lokaleiknum gegn sterkum Frökkum sem sýndu að lokum mátt sinn og megin.

Gífurlegt fjölmenni tók á móti króatíska hópnum.
Gífurlegt fjölmenni tók á móti króatíska hópnum. AFP

Þrátt fyrir að hafa mistekist að landa titlinum sjálfum var leikmönnum Króatíu engu að síður fagnað sem hetjum við heimkomuna í Zagreb enda mikið afrek fyrir liðið að komast alla leið í úrslit. Það var í raun ekki að sjá á móttökunum að liðið hafi ekki orðið heimsmeistari.

Leikmennirnir veifa stuðningsmönnum sínum frá rútunni sem keyrði þá í …
Leikmennirnir veifa stuðningsmönnum sínum frá rútunni sem keyrði þá í gegnum miðbæ Zagreb. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert