Messi: Brugðumst þeim ekki

Lionel Messi fagnar marki sínu gegn Mexíkó í kvöld.
Lionel Messi fagnar marki sínu gegn Mexíkó í kvöld. AFP/Kirill Kudryavtsev

„Hver einasti leikur er úrslitaleikur,“ sagði Lionel Messi, leikmaður Argentínu, í viðtali eftir leik Argentínu og Mexíkó á heimsmeistaramóti karla í fótbolta í Katar í kvöld.

Leiknum lauk með 2:0 sigri Argentínu þar sem Messi skoraði fyrra markið og lagði það síðara upp.

Argentína tapaði afar óvænt fyrsta leik sínum á mótinu gegn Sádi-Arabíu, 1:2. Argentínska liðið hlaut mikla gagnrýni í kjölfar leiksins og hvað þá Lionel Messi. Landsliðsmenn Argentínu svöruðu þó fyrir það í kvöld. 

„Við megum ekki gefast upp núna. Hver einasti leikur er úrslitaleikur og við megum ekki gera mistök. Við vissum að stuðningsmennirnir myndu standa með okkur og ég held að við svöruðum vel og brugðumst þeim ekki,“ sagði Messi eftir leikinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert