Skrímslið byrjar annað kvöld

Pepe ásamt Cristiano Ronaldo á æfingu portúgalska liðsins í gær.
Pepe ásamt Cristiano Ronaldo á æfingu portúgalska liðsins í gær. AFP/Melo Moreira

Portúgalski harðjaxlinn Pepe byrjar leikinn annað kvöld gegn Úrúgvæ á heimsmeistaramóti karla í fótbolta í Katar. Þetta staðfesti Fernando Santos á blaðamannafundi. 

Pepe mun koma inn í hjarta varnarinnar í stað Danilo Pereira sem rifbeinsbrotnaði á æfingu. Samkvæmt Santos áttar eng­inn inn­an portú­galska teym­is­ins sig al­menni­lega á því hvernig það gerðist. 

„Pepe mun spila, 100 prósent. Hann er skrímsli, það er eina svarið sem ég get veitt. 

Pepe er með stórt hlutverk innan liðsins, það er enginn vafi á því. Af öllum leikmönnunum sem við erum með þá er enginn eins og hann, það er bara þannig,“ sagði Santos. 

Ef orð Santos eru sönn þá verður Pepe, sem er 39 ára og 274 daga gamall, annað kvöld næst elsti leikmaður sögunnar til að byrja leik á HM. Hann er aðeins átján dögum yngri en Aitba Hutchinson, fyrirliði Kanada, sem er sá elsti. 

Leikur Portúgals og Úrúgvæ hefst annað kvöld klukkan 19. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert