FIFA staðfestir mark Fernandes með hjálp „Connected Ball“ tækni Adidas

Ronaldo skoraði ekki fyrra mark Portúgals gegn Úrúgvæ í gær.
Ronaldo skoraði ekki fyrra mark Portúgals gegn Úrúgvæ í gær. AFP/Glyn Kirk

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur staðfest að fyrra mark Portúgals gegn Úrúgvæ í annarri umferð H-riðils heimsmeistaramóts karla í fótbolta í gær, sé mark Bruno Fernandes.

Bruno Fernandes sendi boltann inn á vítateig Úrúgvæ en sendingin var ætluð Cristiano Ronaldo. Ronaldo náði ekki til boltans, sem sveif í fjærhornið. Ronaldo fagnaði sem markið væri hans og herbúðir Portúgal hafa einnig haldið því fram.

Keppnisboltinn á HM frá Adidas er gæddur „Connected Ball“ tækninni, sem er með 500 riða IMU skynjara sem er einstaklega nákvæmur þegar kemur að því að fanga hverja snertingu leikmanna á boltann og er meðal annars notuð til að hjálpa til við að ákvarða um rangstöðu.

FIFA hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að með hjálp þessarar tækni sé hafið yfir alla vafa að Bruno Fernandes hafi skorað fyrra mark Portúgal í gær og að engin snerting frá Cristiano Ronaldo hafi átt sér stað.

Bruno Fernandes og Cristiano Ronaldo fagna markinu.
Bruno Fernandes og Cristiano Ronaldo fagna markinu. AFP/Kirill Kudryavtsev
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert