Pulisic mundi ekkert eftir Gakpo

Christian Pulisic klóraði sér í höfðinu í dag þegar hann …
Christian Pulisic klóraði sér í höfðinu í dag þegar hann var spurður um tímann sem hann var hjá PSV í Hollandi. AFP/Juan Mabromata

Christian Pulisic, lykilmaður í liði Bandaríkjanna, man ekkert eftir því að hafa æft með Cody Gakpo, hinum efnilega sóknarmanni Hollands, fyrir átta árum.

Á morgun mætast lið þeirra í sextán liða úrslitum heimsmeistaramótsins í fótbolta í Katar en báðir léku þeir stór hlutverk í að koma liðum sínum þangað.

Pulisic var tvívegis til reynslu hjá PSV Eindhoven í Hollandi á árunum 2013 og 2014 en valdi síðan að fara til Borussia Dortmund í Þýskalandi.

Á fréttamannafundi í dag var Pulisic spurður út í það þegar hann og Gakpo spiluðu saman með unglingaliði PSV.

„Hvenær var það? Ó, vá, ég spáði ekkert í það," sagði Pulisic, en þjálfari unglingaliðsins á þessum tíma, Rini de Groot, minnist þess þegar leikmennirnir voru báðir hjá honum á æfingu U13 ára liðs PSV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert