Vissum að við þyrftum að skora fyrsta markið

Bellingham fagnar eftir að Harry Kane hafði skorað annað mark …
Bellingham fagnar eftir að Harry Kane hafði skorað annað mark Englands í kvöld. AFP/Jack Guez

Jude Bellingham átti enn einn frábæra leikinn fyrir enska landsliðið í 3:0-sigri liðsins á Senegal í 16-liða úrslitum heimsmeistaramóts karla í knattspyrnu í Katar í kvöld.

„Fyrstu 35 mínúturnar voru erfiðar. Þeir voru öflugir með mikla orku og vörðust vel. Þeir komust í nokkur skipti upp kantana og þetta var einn af þeim leikjum þar sem við vissum að við þyrftum að skora fyrsta markið.

Markið var virkilega vel framkvæmt. Þegar Harry Kane kemur djúpt til að fá boltann veit ég að hann getur fundið hvern sem er á vellinum. Ég tímasetti hlaupið mitt vel og þegar ég kemst í þessar stöður hef ég alltaf trú á mér og strákarnir koma sér í góðar stöður.“

Bellingham hefur hlotið verðskuldað lof fyrir frammistöðu sína á mótinu en hann hefur leikið virkilega vel á miðsvæði enska liðsins. Hann er einungis 19 ára gamall og á því framtíðina svo sannarlega fyrir sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert