Ræðum bara um handbolta

Danijel Saric og Valero Rivera ræða við blaðamenn eftir sigurleikinn …
Danijel Saric og Valero Rivera ræða við blaðamenn eftir sigurleikinn á Þjóðverjum á HM í handbolta í dag. EPA

„Ræðum bara um handbolta," sagði Spánverjinn Valero Rivera landsliðsþjálfari Katar í handbolta karla þegar blaðamenn gerðu tilraunir til þess að spyrja hann og Danijel Saric, landsliðsmarkvörð Katar, út í tengsl þeirra við Katar og hvort uppbygging Katar á landsliði sínu gæti orðið öðrum löndum til fyrirmyndar og jafnvel í fleiri íþróttagreinum en í handbolta.

Landslið Katar er nær eingöngu skipað handknattleiksmönnum sem eiga engin tengsl við landið, eru hvorki fæddir þar né eiga skyldmenni í landinu. Flestir leikmenn eru fæddir í Evrópu og eiga feril með landsliðum þaðan. Þeir skiptu hinsvegar um ríkisfang fyrir tveimur árum þegar Katarbúar tóku þá ákvörðun að safna saman sterku liði handknattleiksmanna til að keppa fyrir hönd landsins á heimsmeistaramótinu í Katar. Allir leikmenn eru hálaunaðir.

Á blaðamannafundi eftir sigur Katar á Þýskalandi í átta lið úrslitum gerðu þrír blaðamenn tilraun til þess að leggja fram spurninga um þetta mál. Spurningum var bæði beint til Rivera og eins Saric markvarðar sem einnig sat fyrir svörum. Rivero neitaði að svara spurningunum og kom í veg fyrir að spurningu sem beint var til Saric væri þýdd yfir á spænsku en Saric talar reiprennandi spænsku.

„Við erum sitjum eingöngu hér fyrir svörum í þeim tilgangi að ræða um handbolta og leikinn  sem fram fór áðan. Annað ekki," sagði Rivera ákveðinn en greinilegt var að hann var viðkvæmur fyrir þessari umræðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert