Gaf Guðmundi einn í einkunn

Guðmundur í þungum þönkum eftir tapið gegn Ungverjum á HM …
Guðmundur í þungum þönkum eftir tapið gegn Ungverjum á HM í dag. AFP

Danska pressan lætur Guðmund Þórð Guðmundsson fá það óþvegið eftir tap Dana gegn Ungverjum í 16-liða úrslitunum á HM í handknattleik.

Nokkrir danskir fjölmiðlamenn hafa látið þá skoðun sína í ljós að Guðmundur eigi þegar í stað að ganga frá borði en samningur hans við danska handknattleikssambandið rennur út í sumar. Guðmundur á eftir stýra liði Dana í fjórum leikjum í undankeppni EM áður en hann hættir með liðið og tveir af þeim leikjum eru einmitt á móti Ungverjum.

Lars Krogh Jeppsen, einn af sérfræðingum danska ríkisútvarpsins, gefur Guðmundi 1 í einkunn fyrir hans frammistöðu í leiknum.

Hann segir meðal annars: „Fjórða leikinn í röð voru leikmenn ekki rétt stemmdir andlega. Ungverjar höfðu yfirhöndina í leikskipulagi á báðum endum vallarins og þjálfarinn fann enga lausn við leik Ungverjanna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert