Adidas sendi Rúnar í vítiskvalir

Rúnar Kárason á skot að marki Frakka á laugardag.
Rúnar Kárason á skot að marki Frakka á laugardag. AFP

Rúnar Kárason, landsliðsmaður í handknattleik, var óneitanlega einn besti maður Íslands á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Frakklandi. Ísland tapaði fyrir Frakklandi í 16-liða úrslitum á laugardag.

Þrátt fyrir góða frammistöðu Rúnars fékk hann heldur betur að finna fyrir því á opinberri Instagram-síðu íþróttavöruframleiðandans Adidas. Franska liðið er styrkt af Adidas, og birtist myndskeið af marki Michael Guigou gegn Íslandi á handknattleikssíðu framleiðandans.

„Ekkert getur stöðvað Guigou og Frakkland,“ segir í textanum við myndbandið, sem endar á því að keppnisgólfið opnast niður til heljar eftir að Guigou skoraði og er það látið líta út fyrir að Rúnar hafi fallið þar niður.

Myndskeiðið má sjá hér að neðan.

<div> <div></div> </div>

<a href="https://www.instagram.com/p/BPjvAf3hum3/" target="_blank">NOTHING stops Guigou and @les_experts_officiel_ffhb 🔥 🌋 #heretocreate #BeAheadBeFeared #francehandball2017</a>

A video posted by adidas Handball (@adidashandball) on Jan 21, 2017 at 11:31pm PST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert