Liðið lítur betur út núna en fyrir mótið

Ólafur Guðmundsson dró vagninn í fyrri hálfleik gegn Frökkum og …
Ólafur Guðmundsson dró vagninn í fyrri hálfleik gegn Frökkum og reynir hér að stöðva Cedric Sorhaindo. AFP

„Ég er virkilega stoltur af því hvernig liðið nálgaðist leikinn. Leikmenn voru með hárrétt spennustig og mættu hungraðir til leiks. Ólafur [Andrés Guðmundsson] var sterkur í fyrri hálfleik, en það hefði verið gott ef einhver hefði tekið við keflinu þegar dró af honum í seinni hálfleik,“ sagði Stefán Árnason, þjálfari karlaliðs Selfoss í handbolta, eftir tap íslenska karlalandsliðsins í handbolta gegn Frakklandi í 16 liða úrslitum HM á laugardaginn.

„Þegar þú bætir Aroni Pálmarssyni við þann kjarna sem myndaðist í þessu móti þá getur maður litið björtum augum til framtíðar. Eftir tvö til þrjú ár getum við verið komnir á sama stall og bestu þjóðir heims og liðið lítur betur út á þessum tímapunkti en fyrir mótið. Mér fannst Rúnar Kárason standa sig heilt yfir best á mótinu,“ sagði Stefán um framhaldið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert