Argentína enn með í baráttunni

Argentínumaðurinn Ignacio Pizarro fagnar gegn Angóla í dag.
Argentínumaðurinn Ignacio Pizarro fagnar gegn Angóla í dag. AFP

Argentína á enn möguleika á því að komast í milliriðla heimsmeistaramótsins í handknattleik eftir sigur á Angóla í A-riðli keppninnar í Kaupmannahöfn í dag, 33:26.

Staðan í hálfleik var 17:12 fyrir Argentínu, sem lenti aðeins einu sinni undir í leiknum þegar Angóla komst í 3:2. Annars sigldi argentínska liðið nokkuð lygnan sjó og uppskar að lokum sjö marka sigur, 33:26.

Argentína er með þrjú stig í þriðja sæti A-riðils sem stendur, en Katar og Egyptaland geta bæði komist upp fyrir liðið síðar í dag. Katar mætir þá Svíþjóð og Egyptaland mætir Ungverjalandi, en það eru þjóðirnar sem eru í efstu tveimur sætunum. Argentína mætir svo Katar í lokaleiknum og dugir sigur í þeim leik ef Egyptar tapa fyrir Ungverjum í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert