Sex leikir á HM í dag

Kristján Andrésson og lærisveinar hans í sænska landsliðinu mæta Katar …
Kristján Andrésson og lærisveinar hans í sænska landsliðinu mæta Katar í dag. AFP

Sex leikir verða spilaðir á heimsmeistaramótinu í handknattleik í dag en þá lýkur 5. umferð riðlakeppninnar.

Í dag verður spilað í riðlum B og D og ber hæst leik Íslendinga og Japana sem eigast við í B-riðlinum í München. Dagur Sigurðsson er sem kunnugt er þjálfari japanska landsliðsins.

Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í Barein eiga erfiðan leik fyrir höndum en þeir mæta Evrópumeisturum Spánverja.

Svíar, undir stjórn Kristjáns Andréssonar, vonast til að halda sigurgöngu sinni áfram en þeir mæta liði Katar.

Leikir dagsins eru:

B-riðill:
14.30 Ísland - Japan
17.00 Króatía - Barein
19.00 Spánn - Japan

Staðan: Króatía 6, Spánn 6, Makedónía 4, Ísland 2, Japan 0, Barein 0.

D-riðill:
14.30 Angóla - Argentína
17.00 Ungverjaland - Egyptaland
19.30 Katar - Svíþjóð

Staðan: Svíþjóð 6, Ungverjaland 5, Katar 2, Egyptaland 2, Angóla 2, Argentína 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert