Tveir markahæstir á HM

Timur Dibirov er markahæstur ásamt Uwe Gensheimer en báðir hafa …
Timur Dibirov er markahæstur ásamt Uwe Gensheimer en báðir hafa þeir skorað 29 mörk. AFP

Rússinn Timur Dibirov og Þjóðverjinn Uwe Gensheimer eru markahæstir á heimsmeistaramótinu í handknattleik.

Báðir hafa þeir skorað 29 mörk í fjórum leikjum en fjórðu umferð riðlakeppninnar lýkur í dag þegar spilað verður í riðlum B og D.

Markahæstu leikmenn:

29 - Timur Dibirov, Rússlandi
29 - Uwe Gensheimer, Þýskalandi
23 - Jose Toledo, Brasilíu
21 - Mikkel Hansen, Danmörku
20 - Magnus Jondal, Noregi
20 - Jeongu Kang, Kóreu
20 - Kiril Lazarov, Makedóníu
20 - Ferran Sole, Spáni

Arnór Þór Gunnarsson er markahæsti leikmaður íslenska liðsins með 16 mörk og er hann í 23.-27. sæti yfir markahæstu leikmenn á mótinu. Aron Pálmarsson kemur næstur með 15 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert