Aron Rafn bjargaði jafntefli síðast

Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson.
Björgvin Páll Gústavsson og Aron Rafn Eðvarðsson. mbl.is/Hari

Ísland og Makedónía leiddu síðast saman hesta sína á stórmóti í handknattleik karla á HM í Frakklandi fyrir tveimur árum.

Leiknum lauk með jafntefli, 27:27, eftir að íslenska landsliðið hafði verið með yfirhöndina nær allan síðari hálfleikinn þar til á lokamínútunum. Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður íslenska landsliðsins, varði skot á síðustu sekúndu og tryggði þar með annað stigið. Það dugði þó íslenska liðinu skammt. Það hafnaði í fjórða sæti riðilsins en Makedónía varð í þriðja sæti. Báðar þjóðir komust þó áfram í 16-liða úrslit en fyrirkomulag mótsins var annað þá en nú.

Línumaðurinn Stojanche Stoilov er engin smásmíði.
Línumaðurinn Stojanche Stoilov er engin smásmíði. AFP

Vorið 2017 mættust Íslendingar og Makedóníumenn í undankeppni EM. Makedónar unnu heimaleikinn, 30:25, en töpuðu í Laugardalshöll, 30:29.

Helsta kempa landsliðs Makedóníu er örvhenta skyttan Kiril Lazarov sem á dögunum varð markahæsti leikmaður HM frá upphafi. Línumaðurinn Stojance Stoilov leikur einnig afar stórt hlutverk, ekki síst í sjö manna sóknarleik liðsins. Markvörðurinn Borki Ristovski þykir einnig snjall. Hann lék um skeið með Barcelona en er nú liðsmaður Benfica í Portúgal.

Sjá allt um HM í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert