Er óheiðarlegur kjaftaskur

Bjarte Myrhol í baráttu á línunni.
Bjarte Myrhol í baráttu á línunni. AFP

Það er spenna í loftinu fyrir slag Noregs og Danmerkur í úrslitaleik um efsta sæti C-riðils á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem fram fer í kvöld. Sigurliðið mun fara með fullt hús stiga í gegnum riðilinn og standa vel að vígi í milliriðli.

Norski línumaðurinn Bjarte Myrhol spilar í Danmörku með meistaraliði Skjern og er vel þekktur í dönskum handbolta. Henrik Møllgaard lék með honum um tíma og sendir skot í aðdraganda grannaslagsins í kvöld.

„Hann er pirrandi. Hann getur ekki hætt að tala og spilar óheiðarlega. Hann togar í treyjur andstæðinga á línunni og reynir alltaf að blekkja þá,“ sagði Møllgaard í viðtali við TV2 fyrir leikinn í kvöld.

Henrik Møllgaard stöðvar Fahad al-Farhan í liði Sádi-Arabíu.
Henrik Møllgaard stöðvar Fahad al-Farhan í liði Sádi-Arabíu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert