Sænskir dómarar dæma hjá Íslendingum í dag

Ólafur Andrés Guðmundsson sækir að vörn Makedóníu.
Ólafur Andrés Guðmundsson sækir að vörn Makedóníu. Ljósmynd/Robert Spasovski

Svíarnir Mattias Wetterwik og Mirza Kurtagic munu dæma leik Íslands og Makedóníu í lokaumferð B-riðilsins á heimsmeistaramótinu í handknattleik í dag.

Flautað verður til leiks í Ólympíuhöllinni í München klukkan 17 í dag. Þetta verður hreinn úrslitaleikur um þriðja sætið í riðlinum og þar með um farseðilinn í milliriðilinn sem spilaður verður í Köln. Íslendingum dugar jafntefli í leiknum í dag til að ná þriðja sætinu.

Þeir Wetterwik og Kurtagic hafa dæmt þrjá leiki á heimsmeistaramótinu, alla í A-riðlinum. Þeir dæmdu leiki Brasilíu og Frakklands, Rússlands og Þýskalands og Kóreu og Serbíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert