Þjóðverjar ósigraðir í milliriðil Íslands

Þjóðverjar fagna með stuðningsmönnum sínum í kvöld.
Þjóðverjar fagna með stuðningsmönnum sínum í kvöld. AFP

Þjóðverjar fara ósigraðir í milliriðla heimsmeistaramótsins í handknattleik eftir sigur á Serbíu, 31:23, í lokaumferð A-riðils í kvöld. Þýskaland verður með Íslandi í milliriðli mótsins.

Þýskaland hafði þegar unnið Kóreu og Brasilíu en gert jafntefli við Rússland og Frakkland fyrir leikinn í dag. Sætið í milliriðli var tryggt en Þjóðverjar voru með töluverða yfirburði og meðal annars 16:12 yfir í hálfleik. Eftir hlé var þetta svo aldrei spurning og lokastaðan átta marka sigur Þjóðverja 31:23.

Þjóðverjar eru sem stendur á toppi riðilsins, en geta misst toppsætið í hendur Frakka síðar í kvöld. Serbar höfnuðu í fimmta sæti riðilsins.

Í D-riðli var spennuleikur þegar Argentína mætti Katar. Staðan var 16:13 fyrir Katar í hálfleik en þegar yfir lauk munaði aðeins einu marki á liðunum, lokatölur 26:25 fyrir Katar sem hafnaði í fjórða sæti riðilsins. Argentína hafnaði í fimmta sæti og mætir Austurríki, undir stjórn Patreks Jóhannessonar, í Forsetabikarnum um 17.-20. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert