Vörnin er að slípast til

Ólafur Gústafsson, Arnar Freyr Arnarsson og Aron Pálmarsson taka Króatann …
Ólafur Gústafsson, Arnar Freyr Arnarsson og Aron Pálmarsson taka Króatann Luka Cindric föstum tökum. AFP

Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram, var nokkuð ánægður með vörnina hjá íslenska landsliðinu í sigrinum á Japan á HM í gær.

„Ég var nokkuð sáttur við vörnina og mér finnst hún verða betri með hverjum leiknum. Hún er að slípast til. Persónulega hefði ég viljað sjá vörnina aðeins aftar gegn þessum andstæðingi en hún var engu að síður betri en oft áður. Með sama áframhaldi munum við fá meiri markvörslu þótt hún hefði mátt vera meiri að þessu sinni að mér fannst. Í sókninni náðum við að koma okkur í ágætis færi en hittum ekki markið. Kannski völdu menn of erfið skotfæri. Við getum örugglega gefið okkur aðeins meiri tíma í sókninni og þá lagast það,“ sagði Guðmundur og hann er nokkuð bjartsýnn fyrir leikinn mikilvæga gegn Makedóníu í dag.

„Ég er nokkuð bjartsýnn. Ég held að það henti okkur ágætlega ef Makedónía sækir á sjö mönnum. Við erum nokkuð snöggir að færa okkur til hliðar og ég held að þessi útfærsla henti okkur betur en margt annað. Við munum örugglega fá fullt af hraðaupphlaupum og ódýrum mörkum. Baráttan og vinnusemin er til staðar í liðinu,“ sagði Guðmundur.

Sjá alla greinina í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert