Arnór annar markahæstur á HM

Arnór Þó fagnar einu af tíu mörkum sínum gegn Makedóníu …
Arnór Þó fagnar einu af tíu mörkum sínum gegn Makedóníu í gær. AFP

Arnór Þór Gunnarsson er heldur betur búinn að blanda sér í baráttu um markakóngstitilinn á heimsmeistaramótinu í handknattleik.

Hornamaðurinn knái fór á kostum í sigri Íslands gegn Makedóníu í gær en hann skoraði 10 mörk og er þar með kominn í 2.-3. sæti yfir markahæstu leikmenn mótsins með 31 mark. Arnór var valinn maður leiksins í gær, annan leikinn í röð.

Aron Pálmarsson er annar markahæsti leikmaður íslenska liðsins með 19 mörk og Ólafur Andrés Guðmundsson kemur næstur með 15 mörk.

Markahæstu leikmenn:

35 - Mikkel Hansen, Danmörku
31 - Arnór Þór Gunnarsson, Íslandi
31 - Uwe Gensheimer, Þýskalandi
30 - Timur Dibirov, Rússlandi
30 - Kiril Lazarov, Makedóníu
30 - Youssef Ben Ali, Katar
30 - Erwin Feuchtmann, Síle
27 - Mate Lekai, Ungverjalandi
27 - Robert Weber, Austurríki

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert