Hansen úr leik á HM

Nikolaj Jacobsen, landsliðsþjálfari Dana.
Nikolaj Jacobsen, landsliðsþjálfari Dana. AFP

Línumaðurinn René Toft Hansen kemur ekki til með að spila meira með Dönum á heimsmeistaramótinu í handknattleik.

Hansen varð fyrir nárameiðslum í sigri Dana gegn Norðmönnum í lokaumferð riðlakeppninnar í Herning í gærkvöld og staðfesti Nicolaj Jacobsen landsliðsþjálfari Dana á fréttamannafundi í morgun að Hansen komi ekki til með að taka frekari þátt í HM.

Danir unnu alla fimm leiki sína í riðlakeppninni og hefja keppni í milliriðli með fullt hús stiga, eða fjögur stig. Þeir mæta Ungverjum á morgun, Egyptum á mánudaginn og Svíum á miðvikudaginn.

Henrik Toft Hansen gæti tekið stöðu bróður síns í danska landsliðshópnum. Hann hefur verið frá vegna meiðsla í leikjum Dana en er allur að koma til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert