Sögulegur árangur Brasilíu

Jose Toledo var markahæsti leikmaður Brasilíu í riðlakeppninni með 25 …
Jose Toledo var markahæsti leikmaður Brasilíu í riðlakeppninni með 25 mörk. AFP

Í fyrsta skipti í átján ár verða þrjár þjóðir utan Evrópu í efstu tólf sætum heimsmeistaramóts karla í handknattleik.

Þetta er niðurstaðan að lokinni riðlakeppninni en Brasilía, Egyptaland og Túnis tryggðu sér þrjú af síðustu sætunum í milliriðlum keppninnar á meðan Ísland tryggði sér það tólfta og síðasta með sigrinum gegn Makedóníu.

Brasilía hefur aldrei áður náð svona langt og skákaði bæði Rússlandi og Serbíu í sterkum A-riðlinum. Brasilíumenn verða þar með þriðju og síðustu mótherjar Íslendinga í milliriðlinum í Köln á miðvikudaginn kemur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert