Arnór bestur Íslendinganna í riðlakeppninni

Arnór Þór Gunnarsson.
Arnór Þór Gunnarsson. AFP

Arnór Þór Gunnarsson var besti leikmaður Íslands í riðlakeppni heimsmeistaramótsins að mati Morgunblaðsins.

Hann fær níu í einkunn af tíu mögulegum en farið er yfir frammistöðu hvers og eins leikmanns íslenska liðsins í leikjunum fimm í B-riðlinum í München og þeim gefnar einkunnir á skalanum 1 til 10.

Í umfjölluninni um Arnór Þór segir í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag:

„Besti leikmaður liðsins á mótinu til þessa. Hefur nýtt færi sín vel í hægra horninu, skorað nokkur mörk eftir hraðaupphlaup og tvö mörk yfir endilangan völlinn gegn Makedóníu. Eins og fleiri náði hann ekki að sýna sitt besta í leiknum við Spánverja. Nýtti vítaköstin vel í fjórum fyrstu leikjunum en brenndi tveimur af á fimmtudaginn, bjargaði sér með að ná frákasti og skora í annað skiptið. Arnór hefur unnið vel í vörninni. Hefur verið hvetjandi og smitað leikgleði og baráttu til samherja sinna. Frammistaðan til þessa er örugglega hans besta á stórmóti. 31 mark úr 37 skotum (12/15 úr vítaköstum), 2 stoðsendingar, hefur spilað í 236 mínútur,.

Sjá umfjöllun um einkunnagjöfina í heild í íþróttablaði Morgunblaðsinusí dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert