Hetjuleg barátta lærisveina Arons

Aron Kristjánsson er að gera fína hluti með Barein.
Aron Kristjánsson er að gera fína hluti með Barein. AFP

Lærisveinar Arons Kristjánssonar í Barein máttu þola 27:32-tap fyrir Serbíu á heimsmeistaramótinu í handbolta í kvöld. Barein spilar því um 19. sætið við lærisveina Patreks Jóhannessonar í Austurríki eða Argentínu. 

Serbía byrjaði mikið mun betur og komst í 7:3, en Barein gafst ekki upp og náði að jafna í 10:10 og í kjölfarið komast yfir. Staðan í hálfleik var óvænt 17:15, Barein í vil.

Þegar skammt var eftir var staðan 25:25, en Serbarnir voru betri á lokakaflanum og unnu að lokum fimm marka sigur. Frammistaðan hjá lærisveinum Arons var býsna góð, en hún dugði ekki til. 

Vanja Ilic skoraði níu mörk fyrir Serbíu og Husain Alsayyad gerði níu mörk fyrir Barein. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert