Japan endaði í neðsta sæti

Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í japanska landsliðinu hafa lokið …
Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í japanska landsliðinu hafa lokið keppni á HM í Þýskalandi og Danmörku. AFP

Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í japanska landsliðinu í handknattleik luku keppni á HM í handknattleik í dag þegar liðið tapaði með þremur mörkum gegn Angóla í leik um 23. sæti mótsins í Kaupmannahöfn en leiknum lauk með 32:29-sigri Angóla.

Angóla var einu marki yfir í hálfleik en Angóla vann leikinn með góðum lokakafla. Japan lýkur því keppni í neðsta sæti mótsins, eða 24. sæti. Remi Anri Doi og Jin Watanabe voru atkvæðamestir í liði Japans með fimm mörk hvor.

Þá vann Katar 34:28-sigur gegn Rússum í leik um 13. sæti HM í Köln. Katarbúa unnu þar með hinn eftirsótta forsetabikar. Hassan Mustafa, forseti Alþjóða handknattleikssambandsins afhenti fyrirliða Katarbúa bikarinn í leikslok.

Sádi-Arabía enduðu í 21. sæti heimsmeistaramótsins eftir 27:26-sigur gegn Kóreu í Kaupmannahöfn. Er það einn besti árangur Sáda á HM.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert