Jøndal fékk 10 í einkunn

Magnus Jøndal fagnar einu af 11 mörkum sínum í kvöld.
Magnus Jøndal fagnar einu af 11 mörkum sínum í kvöld. AFP

Magnus Jøndal, hornamaðurinn knái í liði Norðmanna, átti frábæran leik í kvöld þegar Norðmenn báru sigurorð af Svíum 30:27 í milliriðli á heimsmeistaramótinu í handknattleik.

Jøndal skoraði 11 mörk í öllum regnbogans litum úr 11 skotum og er markahæsti leikmaður norska liðsins á heimsmeistaramótinu með 39 mörk.

Jøndal fékk 10 í einkunn hjá norska fjölmiðlinum VG en í umsögn hans um hornamanninn segir að hann hafi verið í heimsklassa.

Sander Sagosen sýndi sitt rétta andlit. Hann fékk 9 í einkunn en þessi 23 ára gamla stórskytta úr Paris SG skoraði 7 mörk og gaf 11 stoðsendingar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert