Skólabókardæmi um gott franskt landslið

Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson reyna að stöðva …
Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson reyna að stöðva Luka Karabatic í leiknum í gær. AFP

„Á heildina litið þá sjáum við að margt er hægt að laga hjá okkar liði, bæði í vörn og sókn. En einnig er margt gott í leik liðsins. Þetta mót er gríðarlega mikill skóli fyrir ungu leikmennina eins og oft hefur komið fram. Hægt er að byggja ofan á þetta en til þess þarf þolinmæði,“ sagði Júlíus Jónasson þegar Morgunblaðið spurði hann álits eftir leikinn gegn Frökkum á HM í gær.

Júlíus lék á sínum tíma 288 A-landsleiki og var um tíma atvinnumaður í Frakklandi. „Þessi leikur var erfiður eins og vitað var. Við gerðum okkur þetta enn erfiðara með því að lenda 6:0 undir. Ekki var það óskabyrjunin en það var gríðarlega gott að komast inn í leikinn. Þeir minnkuðu muninn í 16:14 og voru með boltann. Áttu því möguleika á að minnka muninn niður í eitt mark. Þá gáfu Frakkarnir í aftur. Þeir nýttu sér hver einustu mistök sem við gerðum og nýttu til dæmis alltaf yfirtöluna þegar við fengum brottvísanir.

Frakkarnir eru í þeim gæðaflokki að þeir geta sett í næsta gír og það er talsverður styrkleikamunur á þessum liðum. Auðvitað er fúlt að tapa en það kom ekki á óvart gegn þessum andstæðingi,“ sagði Júlíus og hann segir einkennandi fyrir frönsku leikmennina hversu sterkir þeir séu í stöðunni maður á móti manni.

Nánar er fjallað um leik Íslands og Frakklands í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert