Búum okkur undir hörkuleik

Ólafur Gústafsson og Elvar Örn Jónsson reyna að stöðva Þjóðverjann …
Ólafur Gústafsson og Elvar Örn Jónsson reyna að stöðva Þjóðverjann Paul Drux á HM. AFP

„Brasilíumenn hafa farið vaxandi á mótinu og virðast öflugri en í byrjun mánaðarins,“ sagði Ólafur Gústafsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, í samtali við Morgunblaðið í gær fyrir síðustu æfingu landsliðsins áður en liðið leikur við Brasilíu í lokaleik sínum á mótinu í dag kl. 14.30 í Lanxess-Arena í Köln.

Með sigri getur íslenska liðið hafnað í níunda eða tíunda sæti mótsins en tap þýðir að ellefta eða tólfta sætið kemur í hlut Íslands. Brasilíumenn hafa að miklu að keppa. Vinni þeir leikinn eiga þeir möguleika á að leika um sjöunda sæti mótsins sem gæti fært þeim keppnisrétt í forkeppni Ólympíuleikanna eftir rúmt ár.

„Við búum okkur undir hörkuleik við leikmenn sem eru vel á sig komnir. Sóknarmenn þeirra eru þungir og stórir. Þess vegna mun mæða mikið á vörninni okkar. Eins hafa þeir leikið öfluga 5/1 vörn sem hefur komið mörgum liðum í opna skjöldu á mótinu fram til þessa,“ sagði Ólafur ennfremur.

Nánar er fjallað um leik Íslands og Brasilíu í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert