Undanúrslitin á HM á föstudaginn

Fabian Wiede og samherjar hans í þýska landsliðinu mæta Noregi …
Fabian Wiede og samherjar hans í þýska landsliðinu mæta Noregi í undanúrslitunum. AFP

Undanúrslitin á heimsmeistaramótinu í handknattleik fara fram í Hamborg í Þýskalandi á föstudaginn.

Keppni í milliriðlum á HM kláraðist í kvöld og leika Frakkland, Danmörk, Þýskaland og Noregur í undanúrslitunum á föstudaginn.

Leiktímar í undanúrslitunum:

16.30 Danmörk - Frakkland
19.30 Þýskaland - Noregur

Úrslitaleikurinn og leikurinn um bronsverðlaunin fara fram í Herning í Danmörku á sunnudaginn.

Króatar og Svíar leika um 5. sætið og Spánverjar og Egyptar um 7. sætið og fara báðir leikirnir fram á laugardaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert