Ísland tíu sinnum náð betri árangri

Elvar Örn Jónsson svekktur eftir leikinn við Brasilíu í gær.
Elvar Örn Jónsson svekktur eftir leikinn við Brasilíu í gær. AFP

Ísland hafnar í ellefta sæti heimsmeistaramóts karla í handknattleik 2019 en það er niðurstaðan eftir að keppni í milliriðlum lauk í gær. Ísland og Túnis enduðu bæði án stiga í riðlunum tveimur en markatala íslenska liðsins var betri en hjá Afríkumeisturunum.

Þar með hefur Ísland lokið keppni á sínu 20. heimsmeistaramóti af þeim 26 sem haldin hafa verið frá upphafi. Tíu sinnum hefur árangurinn verið betri, best hefur Ísland náð 5. sætinu árið 1997 og 6. sætinu 1961, 1986 og 2011.

Þetta er í fjórða sinn sem Ísland hafnar í 11. sæti en áður endaði liðið þar 1970, 2001 og 2015.

Sex sinnum hefur Ísland náð lakari árangri, þar af tvisvar á undanförnum árum en liðið varð í 12. sæti árið 2013 og í 14. sæti í Frakklandi árið 2017. Hin skiptin eru 13. sæti árið 1978, 14. sæti árin 1974 og 1995 og 15. sæti árið 2005. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert