Lærisveinar Dags nálægt stórbrotnum sigri – Alfreð fagnaði

Dagur Sigurðsson náði ótrúlegu jafntefli í dag.
Dagur Sigurðsson náði ótrúlegu jafntefli í dag. AFP

Dagur Sigurðsson stýrði rétt í þessu japanska landsliðinu í handbolta til 29:29-jafnteflis gegn Króatíu í C-riðli á HM karla í Egyptalandi. Bjuggust flestir við öruggum sigri Króatíu, en Króatarnir voru að elta allan tímann.

Japan byrjaði gríðarlega vel og komst snemma í 7:2 og var staðan 17:11 þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik. Þá komu þrjú króatísk mörk í röð og var staðan í hálfleik 17:14. Króatar jöfnuðu í 23:23 og skoruðu liðin til skiptist út leikinn og jafntefli varð niðurstaðan.

Króatía: Marino Maric 7, Domagoj Duvnjak 4, Luka Cindric 4, Zlatko Horvat 3, Ivan Cupic 3, Ivan Martinovic 3, Manuel Strlek 2, Marko Mamic 1, Ilija Brozovic 1, Josip Sarac 1.

Japan: Yuto Agarie 5, Rennosuke Tokuda 5, Hiroki Motoki 4, Tatsuki Yoshino 4, Kohei Narita 3, Kotaro Mizumachi 3, Hiroyasu Tamakawa 2, Remi Anri Doi 1, Sota Takano 1, Jin Watanabe 1.

Alfreð Gíslason ræðir við sína menn í dag.
Alfreð Gíslason ræðir við sína menn í dag. AFP

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Þýskalandi áttu ekki í vandræðum með að vinna Úrúgvæ í A-riðli en lokatölur eftir ójafnan leik urðu 43:14.

Þýskaland komst í 8:1 í byrjun leiks og var með mikla yfirburði en staðan í hálfleik var 16:4. Þýskaland hélt áfram að bæta í forskotið út leikinn og var munurinn að lokum 29 mörk.

Timo Kastening leikmaður Guðmundar Guðmundssonar hjá Melsungen var markahæstur hjá Þjóðverjum með níu mörk og þeir Marcel Schiller og David Schmidt skoruðu fimm mörk hvor.

Þýskaland: Timo Kastening 9, David Schmidt 5, Marcel Schiller 5, Julius Kuhn 4, Juri Knorr 4, Sebastian Firnhaber 3, Uwe Gensheimer 3, Tobias Reichmann 3, Philipp Weber 2, Fabian Bohm 2, Johannes Golla 2, Philipp Weber 1.

Úrúgvæ: Diego Morandeira 4, Maximo Esteban 2, Geronimo Goyoaga  2, Christian David Rostagno 2, Bruno Valentin  1, Facundo Manuel 1, Federico Rubbo  1, Gabriel Chaparro Almada 1.

Brasilía og Spánn skildu jöfn.
Brasilía og Spánn skildu jöfn. AFP

Spánn og Brasilía gerðu 29:29-jafntefli í B-riðli. Spánverjar voru með 24:18-forskot þegar 20 mínútur voru til leiksloka en Brasilíumenn neituðu að gefast upp og komust 29:28 yfir þegar lítið var eftir. Raúl Entrerríos jafnaði í 29:29 í blálokin og þar við sat.

Haniel Langaro og Rogeiro Ferreira skoruðu sex mörk hvor fyrir Brasilíu og Joan Canellas, Ferrán Solé og Angel Pérez skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Spán.

Spánn: Joan Canellas  4, Ferran Sole 4, Angel Fernandez 4, Jorge Maqueda Peno 3, Raul Entrerrios 3, Alex Dujshebaev 3, Daniel Sarmiento 2, Adrian Figueras 2, Gedeon Guardiola 1, Daniel Dujshebaev 1, Aitor Arino 1, Aleix Gomez  1.

Brasilía: Haniel Langaro 6, Rogerio Moraes 6, Gustavo Rodrigues 5, Rudolph Hackbarth 5, Henrique Teixeira 3, Jose Toledo 3, Fabio Chiuffa 1.

Þá vann Argentína öruggan 28:22-sigur á Lýðveldinu Kongó í D-riðli en lærisveinar Halldórs Jóhanns Sigfússonar í Barein og Danmörk eru einnig í riðlinum.

Argentína: Federico Gaston 5, Diego Esteban Simonet 5, Federico Pizarro 5, Ramiro Martinez 4, Gaston Alberto  3, Sebastian Alejandro Simonet 2, Pablo Ariel Simonet 2, Pedro Martinez 1, Lucas Dario Moscariello 1.

Kongó: Johan Kiangebeni 7, Aurelien Tchitombi 4, Gauthier Mvumbi  4, Steeven Corneil  2, Audray Tuzolana 2, Christian Yahoza  2, Adam Ngando  1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert