Enda öll liðin jöfn í B-riðlinum á HM?

Adrian Figueras línumaður Spánverja skorar gegn Pólverjum í leik þjóðanna …
Adrian Figueras línumaður Spánverja skorar gegn Pólverjum í leik þjóðanna í kvöld. AFP

Danmörk og Ungverjaland voru ekki í neinum vandræðum með að tryggja sér sæti í milliriðlum heimsmeistaramóts karla í handknattleik í kvöld en gríðarleg spenna er hinsvegar í keppni fjögurra liða í B-riðli mótsins.

Ungverjar höfðu mikla yfirburði gegn Úrúgvæ í A-riðlinum eins og vænta mátti og unnu risasigur, 44:18. Þeir eru komnir með 4 stig og fara áfram ásamt Þjóðverjum. Úrúgvæ  getur samt hæglega komist í milliriðlinn líka þó markatala liðsins eftir tvo leiki sé 32:87. Suður-Ameríkuliðið á eftir að leika við Grænhöfðaeyjar sem eru líka án stiga og gátu ekki mætt til leiks í dag gegn Þýskalandi vegna kórónuveirusmita.

Ungverjaland: Dominik Mathe 8, Matyas Gyori 6, Bendeguz Boka 4, Gabor Ancsin 4, Mate Lekai 4, Richard Bodo 4, Miklos Rosta 3, Bence Banhidi 3, Pedro Rodriguez 3, Stefan Sunajko 2, Peter Hornyak 1, Egon Hanusz 1, Zoltan Szita 1.

Úrúgvæ: Diego Morandeira 4, Maximiliano De Agrela 3, Alejandro Martin Velazco 2, Rodrigo Javier Botejara 2, Nicolas Gonzalo 1, Bruno Valentin Mendez 1, Maximo Esteban Cancio 1, Federico Rubbo 1, Geronimo Goyoaga Alonso 1, Christian David Rostagno 1, Gabriel Chaparro 1.

Danir fóru líka afar létt með lið Kongó í D-riðlinum og sigruðu 39:19  eftir að staðan var 23:10 í hálfleik. Þar eru Danmörk og Argentína komin áfram með 4 stig en Kongó og Barein eru án stiga og leika hreinan úrslitaleik um að komast í milliriðilinn.

Kongó: Gauthier Mvumbi Thierry 4, Zephyrin Bouity 4, Steeven Corneil Olivier 3, Baudric Eyanga Simoketo 2, Aurelien Tchitombi 2, Daniel Mathey 1, Johan Kiangebeni Kawola 1, Adam Ngando  1, Christian Yahoza Moga 1.

Danmörk: Johan P. Hansen 8, Jacob T. Holm 6, Mathias Gidsel 4, Lasse J. Svan 4, Magnus Landin Jacobsen 3, Anders Zachariassen 3, Nikolaj Oris Nielsen 3, Magnus Saugstrup Jensen 3, Morten Toft Olsen 2, Simon Hald Jensen 2, Lasse B. Andersson 1.

Spennan var hinsvegar gríðarleg hjá Spánverjum og Pólverjum sem eru í hnífjafnri keppni við Brasilíu og Túnis í B-riðli. Spánverjar knúðu fram sigur, 27:26, og eru með 3 stig fyrir lokaumferðina, Pólverjar og Brasilíumenn 2 stig og Túnis eitt stig. Staðan er þannig að ekkert liðanna er öruggt með sæti í milliriðli, öll geta þau unnið riðilinn og öll endað í neðsta sæti, en sá möguleiki er fyrir hendi að þau endi öll jöfn að stigum með 3 stig hvert. Það yrði niðurstaðan ef Túnis myndi vinna Spán og Pólland og Brasilía myndu gera jafntefli.

Pólland: Szymon Sicko 6, Arkadiusz Moryto 5, Michal Olejniczak 3, Maciej Gebala 3, Maciej Majdzinski 3, Rafal Przybylski 2, Tomasz Gebala 2. Jan Czuwara 1, Patryk Walczak 1.

Spánn : Angel Fernandez  5, Raul Entrerrios 5, Daniel Dujshebaev 4, Jorge Maqueda Peno 2, Alex Dujshebaev 2, Ferran Sole Sala 2, Adrian Figueras 2, Aleix Gomez 2, Ruben Marchan 2, Joan Canellas 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert