Fyrsta tap Ynjanna

Lisa Grobe úr SR fremst í flokki á svellinu í …
Lisa Grobe úr SR fremst í flokki á svellinu í Laugardalnum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Ásynjur sigruðu Ynjur 3:2 í viðureign Akureyrarliðanna í Hertz-deild kvenna í íshokkí í kvöld en Ynjur höfðu ekki tapað á tímabilinu fyrir þennan leik.

Ynjur voru búnar að vinna fyrstu sex leiki deildarinnar en þurftu að sætta sig við tap gegn Ásynjum í kvöld.

Ásynjur töpuðu fyrri leik þessara liða á tímabilinu en hefndu fyrir það með 3:2 sigri. Silvía Björgvinsdóttir og April Orongan komu Ásynjum í 2:0 áður en Guðrún Viðarsdóttir minnkaði muninn undir lok fyrsta leikhluta.

Anna Ágústsdóttir jafnaði metin þegar um það bil ellefu mínútur voru eftir af þriðja og síðasta leikhlutanum en þegar sex sekúndur voru eftir af leiknum skoraði Birna Baldursdóttir sigurmarkið fyrir Ásynjur og frábær 3:2 sigur liðsins í höfn.

Þetta var fjórði sigurinn hjá Ásynjum en liðið er í öðru sæti með 12 stig. Ynjur eru í efsta sætinu með 18 stig.

Björninn vann þá SR 2:0 í kvöld. Mariana Birgisdóttir og Guðrún Sigurðardóttir gerðu mörkin fyrir Björninn. Þetta var fyrsti sigur Bjarnarins í deildinni.

Ásynjur unnu í kvöld.
Ásynjur unnu í kvöld. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert