Strákarnir í undanúrslit

U20 ára landslið Íslands sem er nú á Nýja-Sjálandi.
U20 ára landslið Íslands sem er nú á Nýja-Sjálandi. Ljósmynd/Facebook IHI

Íslenska U20 ára landslið karla í íshokkí er komið áfram í undanúrslit 3. deildar heimsmeistaramótsins eftir stórsigur á Taívan, 7:2, í þriðju og síðustu umferð riðlakeppninnar en leikið er í Dunedin á Nýja-Sjálandi.

Ísland komst í 2:0 í fyrsta leikhluta og í þeim öðrum komu fimm íslensk mörk til viðbótar og eitt frá Taívan. Staðan 7:1 fyrir íslensku strákana fyrir þriðja og síðasta hluta. Þar minnkaði Taívan muninn frekar, en lokatölur 7:2 fyrir Ísland.

Edmunds Induss skoraði tvö mörk og gaf eina stoðsendingu, og þá skoraði Hafþór Sigrúnarson eitt mark og gaf þrjár stoðsendingar. Alla markaskorara og stoðsendingar má sjá neðst í fréttinni.

Ísland vann Ísrael 3:0 í fyrsta leik, en tapaði svo fyrir Kína 4:1. Ísland endar í öðru sæti riðilsins með sex stig úr þremur leikjum á eftir Kínverjum en á undan Ísrael og Taívan. Líklega mætir liðið Tyrkjum í undanúrslitum.

Mörk/stoðsendingar Íslands:

Edmunds Induss 2/1
Hafþór Sigrúnarson 1/3
Elvar Ólafsson 1/2
Jón Árnason 1/1
Styrmir Maack 1/0
Heiðar Kristveigarson 1/0
Kristján Kristinsson 0/1
Sigurður Þorsteinsson 0/1
Gabríel Gunnlaugsson 0/1
Jón Óskarsson 0/1
Axel Orongan 0/1

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert